Grein: ESB: hernaðar- eða mannúðarsamband?

rvk_semaerla_200minni_1015319.jpgFormaður Ungra evrópusinna, Sema Erla Serdar, skrifaði grein í Morgunblaðið þann 14. júlí. Í greininni segir meðal annars:

"Andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands að sambandinu hafa nú í nokkurn tíma sagt óhugnanlegar sögur af því sem þeir vilja meina að sé hernaðarbandalag sem mun neyða Íslendinga til þess að senda afkvæmi sín í hinn óhugnanlega Evrópusambandsher ef Ísland verður aðildarríki Evrópusambandsins. Nú fyrir stuttu fengu draugarnir á bak við sögurnar Samtök ungra bænda með sér í lið og fengu þá til þess að birta auglýsingu í fjölmiðlum landsins sem varaði landsmenn við því að með aðild að Evrópusambandinu fylgir herskylda fyrir okkur Íslendinga gagnvart hinum „væntanlega Evrópusambandsher“. Þar sem þessar sögur andstæðinga Evrópusambandsins eru álíka sannar og sú að Al-Kaída sérhæfi sig í blómaskreytingum ákvað ég að deila með lesendum nokkrum staðreyndum um utanríkis-, öryggis-, og varnarmál Evrópusambandsins."

Greinina má lesa í heild sinni á heimasíðu Ungra evrópusinna:  http://www.ungirevropusinnar.is/2010/07/esb-hernaðar-eða-mannuðarsamband/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband