Ungir evrópusinnar

Ungir evrópusinnar er þverpólitísk ungliðahreyfing sem telur að hagsmunum Íslands geti verið best borgið með aðild að Evrópusambandinu, og að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að taka virkan þátt í samstarfi evrópuþjóða á efnahagslegum, menningarlegum, félagslegum og stjórnmálalegum grundvelli.

Ungir evrópusinnar vilja stuðla að opinni og upplýsandi umræðu um samstarf Evrópuríkja og dreifa upplýsingum og þekkingu um Evrópusambandið. Ungir evrópusinnar vinna því með aðild Íslands að ESB sem helsta markmið. Þá er hreyfingin opin öllum ungliðum frá 16 ára afmælisdegi þeirra þar til þeir verða 36 ára, fari þeir að lögum hreyfingarinnar.

Hlutverk Ungra evrópusinna er að stuðla að opinni og upplýsandi umræðu um Evrópusambandið, að dreifa upplýsingum og þekkingu um sambandið og að koma hugsjónum og hugmyndafræði sambandsins á framfæri við unga fólkið og leiðrétta rangfærslur um Evrópusambandið. Þá mun hreyfingin reyna að fá alla unga evrópusinna undir sama hatt.

Ungir evrópusinnar reiða sig á frjáls framlög stuðnings- og félagsmanna. Þeim sem hafa áhuga á að styrkja félagið er bent á reikning félagsins:

Reikningsnúmer: 525-26-561209

Kennitala: 561209-0140

Tölvupóstur Ungra evrópusinna: ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda tölvupóst eða með skráningarforminu á heimasíðu félagsins www.ungirevropusinnar.is


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband